Mót #6 – 2019 – Borgarnes

Mót númer 6 og jafnframt næst síðasta mót sumarmótaraðar GIG verður haldin næstkomandi fimmtudag (15.ágúst)

Fyrirkomulagið er shotgun og ræst út klukkan 9:00 (Mæting klukkan 8:15)

Annað er eins og vanalega. Nánd á öllum par 3 og drive á 10.braut.

Endilega fjölmennum á völlinn því hann er í frábæru standi og veðrið lofar góðu.

Verð: 3000kr. (ath verðið á golf.is er rangt)

Linkur á mótið

Greiðslu skal afhenda starfsmanni GIG á leikdegi eða millifæra á klúbbinn (ekki borga Golfklúbbi Borgarness)

Bankaupplýsingar:

Kennitala:  580298-3039
Reikningsnúmer:  536-26-9191

 

Mót #5 – 2019 – Loftleiðir Master

Eins og flestallir hafa tekið eftir þá er mót númer 5 í vikunni (25.júlí) og er það Loftleiðir Masters.

Það verður haldið núna á Keilisvellinum í Hafnafirði og verður ræst út klukkan 08:00. Mæting klukkan 07:00

Að öðru leyti verður mótið svipað eins og undanfarin ár og mun Loftleiðir sjá um veitingar og verðlaun.

Munum að halda uppi leikhraða og taka upp boltann þegar punktar eru búnir.

En umfram allt höfum gaman af deginum og skemmtum okkur í lok hrings saman.

Mót #4 – 2019 – Öndverðarnes

Mót #4 í mótaröðinni okkar verður haldið þriðjudaginn 25.júní.
Fyrirkomulagið er shotgun og er ræst út klukkan 09:30.
MÆTING Í SÍÐASTA LAGI 9:00
Búið er að opna fyrir skráningu á golf.is
(ATH þá eru rástímarnir á golf.is aðeins til að raða í holl)
Verð er 2000 krónur
Borga skal í klúbbnum.

Enn og aftur viljum við ítreka að þetta er punktakeppni og takið upp boltann þegar punktarnir eru búnir  til að flýta leik (þetta á ekki við þá sem eru að keppa að höggleiknum, þið vitið hverjir þið eruð). Meðspilarar, látið þá vita sem kunna og vita ekki alveg hvenær punktarnir eru liðnir að pikka upp boltann.

Við eigum eftir að fá tilboð í mat eftir hring (ég læt vita þegar ég er kominn með verð og hvað er hægt að fá að borða)