Tölfræði um mótaröð 2019 og klúbbinn

Hér að neðan kemur smá samantekt á tölfræði yfir mótaröðina 2019 sem og aðeins um klúbbinn okkar í tölum.

Mótaröð

Mótaöð næsta sumar (2020) verður kynnt á næstu dögum en má búast við svipuðu formi. En það verður líklega skipt um nokkra velli og rástímafyrirkomulag mun breytast. Sumir hringir verða spilaðir í shotgun fyrirkomulagi á meðan aðrir með venjulegum rástímum. Einnig verður breyting að sum mótin verða eftir hádegi á meðan aðrir fyrir hádegi.

Við spiluðum á 7 mótum eins og við höfum gert. Fyrsta mótið var haldið í suður með sjó eins og vanalega og enduðum svo á meistaramóti GIG sem haldið var í Oddinum annað árið í röð.

Mótaröð 2019

 • Leiran 11.maí
 • Grindavík 28.maí
 • Brautarholt 12.júní
 • Öndverðarnes 25.júní
 • Loftleiðir Masters – Keilir – 25.jlúlí
 • Borgarnes 15.ágúst
 • Meistaramót – Oddur 5-6.september

Í þessum 7 mótum voru 114 meðlimir sem kepptu (84 karlar og 30 konur).

Spilaðir voru 358 hringir (273 karlar og 85 konur), samtals 6444 holur, 1627 par 3, 3583 par 4 og 1234 par 5 holur.

GS GG GBR GK GB GO #1 GO #2 Total
36 24 35 35 56 15 37 35 273
8 11 9 14 19 8 8 8 85
44 35 44 49 75 23 45 43 358

 

KK .
par Ernir Fuglar Pör Skollar Skrambar Total
3 0 35 421 460 320 1236
4 2 81 786 871 998 2738
5 1 70 289 272 308 940
Total 3 186 1496 1603 1626 4914

 

KVK .
par Ernir Fuglar Pör Skollar Skrambar Total
3 0 6 87 157 141 391
4 1 14 127 278 425 845
5 0 5 42 102 145 294
Total 1 25 256 537 711 1530

 

KK+KVK .
Par Ernir Fuglar Pör Skollar Skrambar Total
3 0 41 508 617 461 1627
4 3 95 913 1149 1423 3583
5 1 75 331 374 453 1234
Total 4 211 1752 2140 2337 6444

 

Golfklúbburinn

Golfklúbburinn samanstendur af 628 meðlimum í 9 félögum. 392 karla og 236 konur. Icelandair er með flestu meðlimina með 489 (353 starfsmenn plús 136 makar) meðlimi. Við erum með 177 maka og teljast þeir inn hjá fyrirtæki maka þess.

Skiptingin má sjá á töflum hér að neðan.

Total KK KVK Total
Icelandair 317 172 489
Flugleiðahótel 18 10 28
Eftirlaun 14 13 27
Flugfélag Íslands 12 11 23
Vita 4 10 14
Fjárvakur 7 7 14
Cargo 8 3 11
Loftleiðir 5 5 10
Icelanda Travel 4 3 7
Hvíta örkin 3 2 5
Total 392 236 628
Starfsmenn KK KVK Total Makar KK KVK Total
Icelandair 245 108 353 Icelandair 72 64 136
Eftirlaun 14 13 27 Flugleiðahótel 10 2 12
Flugfélag Íslands 10 7 17 Fjárvakur 4 3 7
Flugleiðahótel 8 8 16 Flugfélag íslands 2 4 6
Vita 9 9 Vita 4 1 5
Cargo 6 2 8 Loftleiðir 2 2 4
Fjárvakur 3 4 7 Iceland Travel 3 1 4
Loftleiðir 3 3 6 Cargo 2 1 3
Hvíta örkin 3 2 5 Total 99 78 177
Icelanda Travel 1 2 3
Total 293 158 451

Aldursdreyfingin er mjög staðaldreyfð með miðgildi uppá ca 50ár. Sá yngsti er 21 árs á meðan sá elsti er 80 ára gamall.

 

 

Aðalfundur GIG 2020 – Fundargerð

Aðalfundur GIG fór fram þann 28-JAN-2020. Þar var farið yfir árið 2019 og reikningar lagðir fram.

Fjárhagsstaða klúbbsins fyrir sumarið 2019 stóð svona:

 • Haldbært fé – kr. 440.000
 • Skammtímaskuldir – kr. 140.000
 • Staða því: kr. 300.000

Fjárhagsstaða klúbbsins eftir sumarið 2019 stóð svo:

 • Haldbært fé – kr. 650.000
 • Skammtímaskuldir – kr. 0
 • Staða því: kr. 650.000

Hagnaður ársins fyrir sumarið 2019 var því um kr. 350.000

Farið var yfir ársskýrslu stjórnar fyrir árið 2019 (Skýrslan komin á heimasíðuna). Sumar var gott og meira spilað í mótum og vinavöllum árið 2019 miðað við rigningasumarið 2018.

Sumarið 2019 tóku 84 karlar og 30 konur í mótaröðinni hjá okkur. Samtals voru 357 hringir spilaðir (karlar og konur) á mótaröðinni.

Lagt var til að halda ársgjaldi óbreyttu fyrir árið 2020, ekki bárust aðrar tillögur á aðalfundi. Ársgjald fyrir 2020 verður því kr. 6.000.

Breytingar á stjórn eru þær að Björn formaður stígur til hliðar og nýr kemur inn Oddur Óli Jónasson sem meðstjórnandi.

Ingi Heimisson hefur verið kosinn formaður.

Meðstjórnendur skv. lögum eru því: Birna Aspar, Anna María Sigurðardóttir (Gjaldkeri), Guðni Oddur Jónsson, Oddur Óli Jónasson

Anna Einarsdóttir var kosin endurskoðandi.

Aðalfundur GIG 2020

Aðalfundur verður haldinn þriðjudaginn 28. janúar 2020 í fundarherberginu Heimaey 2 hæð í Hafnafirði klukkan 16:30.

Dagskrá skv. 9. grein laga klúbbsins:

1. Fundarstjóri og fundarritari kosnir eftir tillögu stjórnar.

2. Fundargerð síðasta aðalfundar lesin.

3. Skýrsla stjórnar um störf á liðnu starfsári.

4. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar.

5. Ákveða skal árgjald til klúbbsins til eins árs í senn.

6. Kosning stjórnar og skoðunarmanns.

7. Önnur mál

Þeir sem hafa áhuga á því að starfa fyrir klúbbinn eru endilega beðnir um að mæta.

Mót #7 – Meistaramót GIG 2019 – Oddur

Þá er komið að lokamóti golfmótaröðar GIG sumarið 2019.
Í ár, eins og í fyrra, verður spilað á Urriðavelli hjá Golfklúbbinum Oddi.
Eins og fyrri ár eru spilaði 2 hringir, einn á fimmtudegi og einn á föstudegi.
Svo er lokahóf um kvöldið í Sal Flugvirkjafélags Íslands Borgartún 22, 105 Reykjavík með dýrindis mat og verðlaunaafhendingu.
Verðlaun eru ekki af verri endanum eins og fyrri ár. Það verða verðlaun frá ÍSAM, Zo-ON, Nespresso, Geysi, matarkjallaranum, Sjávargrillinu og mörgum fleirum. Svo það er til mikils að vinna.

Linkur á mótið

Nánari upplýsingar:

Hringur #1
Fimmtudaginn 5.sept
Rástímar 9-12 (Opnað verður fyrir skráningu frá 9-10 ef fyllist)
Hringur #2
Föstudagurinn 6.sept
Á degi #2 verður svo ræst eftir skori (höggleik). Einnig frá 9-12.

Leikfyrirkomulag
Leikfyrirkomulagið er eins og önnur mót í mótaröðinni, nema að aðeins fyrri hringur meistaramótsins telur í mótaröð sumarsins og er það 7. mót sumarsins.
Klúbbmeistarar GIG eru sá aðilar sem spilar á lægstum höggafjölda samanlagt báða dagana.
Sú gulrót fylgir því að vera klúbbmeistari er að sigur tryggir sæti í ASCA liði klúbbsins. (ath. aðeins fyrir starfsmenn Icelandair)
Einnig verða verðlaun fyrir meistaramótið í heild sinni í formi punkta og höggleik.
Að sjálfsögðu verða veitt verðlaun fyrir lengstu drive sem og nándarverðlaun á par 3 holum (nánar um það á keppnisskilmálum sem verður dreift út á fyrri keppnisdegi)
ATH. Ef leikmaður tekur upp kúlu á holu skal skrifast X og er því ekki gjaldgengur í keppni um Klúbbmeistari GIG þar sem það er höggleikur. Þetta er gert til að koma í veg fyrir að ef einhver sem er í titilbarráttu fer einhverja holu á t.d. 12 höggum en ef einhver tekur upp og skrifar X þá fær sá aðili aðeins 10 högg. Það hefur verið dæmi um slíkt svo sleppum því í ár.

Skráning
Sú hefð er komin í Meistaramótið að karlar séu í “karlahollum” og konur í “kvennahollum”. Bara eins og í meistaramótum klúbba. Vinsamlegast virðið það. Mótanefnd færir annars til.
Hjón eru beðin um að skrá sig ekki með mökum.
Mótanefnd gefur sér rétt til að hliðra til rástímum (aðeins á degi #1) ef það þarf að þétta rástíma. Það er gert í samstarfi við Odd svo við séum ekki með mörg auð holl.
Svo vinsamlegast skoðið rástíma því þeir gætu breyst ef hliðrun á sér stað.

Verð: 9.000
Innifalið í því eru 2 keppnishringir og lokahóf (með mat og drykk) um kvöldið.
Greitt skal með millifærslu tímanlega (bankaupplýsingar)
Kvittun skal sýna á keppnisstað.

Leikhraði
Þessi umræða á alltaf rétt á sér og vinsamlegast virðið leikhraða.
En umfram allt, hafið gaman af og njótið mótsins og lokahófsins.
Ef einhverja spurningar vakna þá getið þið haft sent okkur skilaboð í gegnum heimasíðuna.

Fjölmennum svo í mótið og vonum eftir betra veðri en í fyrra 🙂

Fyrir hönd stjórnar
Ingi Heimisson
ingih@icelandair.is
821-9492