Þá er fyrsta móti ársins lokið í blíðunni í GS. Vindur og kuldi gerði mönnum erfitt fyrir en það var mjög góð mæting. 44 sáu sér fært að mæta en 5 sem mættu ekki. Vinsamlegast látið klúbbinn vita eða samspilendur ykkar ef þið mætið ekki.

En þess má geta að Ellert Þór Magnason gerði sér lítið fyrir og fékk örn á 2.holunni sem er par 4.

Næsta mót er svo í Grindavík þann 28.maí.

Hér að neðan má svo sjá úrslit laugardagsin.

Höggleikur

Höggleikur karla:  Guðmundur Arason 75 högg

Höggleikur kvenna:  Alda Harðardóttir 93 högg

 

Punktakeppni:

Karlar:

Jón Valur Jónsson 33 pt.

Jóhann Björn Gulin 32 pt (18 á seinni)

Sverrir Birgisson 32 pt. (17 á seinni)

Konur:

Birna Aspar 30 pt.

Hólmfríður Kristinsdóttir 28 pt. (15 á seinni)

Anna María Sigurðardótir 28 pt. (14 á seinni)

Nándarverðlaun

Næstur holu á 3. braut:  Sturla Ómarsson, 2.90 m

Næstur holu á 8. braut Unnar M. 7.32 m

Næstur holu á 13. braut Haukur Ólafsson 2.19 m

Næstur holu á 16. braut Magnús Páll Gunnarsson 2.31 m

Lengsta Drive

Lengsta teighögg karla:  Atli Már Halldórsson

Lengsta teighögg kvenna:  Anna María

 

Hér að neðan kemur svo smá tölffræði yfir hringinn.

Það var 1 örn og náðist hann á 2.holu eins og sagt var hér að ofan. 23 fuglar náðust og 5 þeirra komu á 7.holu, 4 á fyrstu og 3 á annari holu. Vel gert það.

Erfiðasta hola dagsins var hjá körlunum reyndist vera bergvíkin (3.hola) á meðan hjá konunum var það 2.hola.

Léttasta holan hjá körlunum var 14.holan með meðalskor uppá 5,7högg og hjá konunum var það 8.hola með meðalskor uppá 3,9 högg.