Aðalfundur GIG fór fram þann 28-JAN-2020. Þar var farið yfir árið 2019 og reikningar lagðir fram.

Fjárhagsstaða klúbbsins fyrir sumarið 2019 stóð svona:

  • Haldbært fé – kr. 440.000
  • Skammtímaskuldir – kr. 140.000
  • Staða því: kr. 300.000

Fjárhagsstaða klúbbsins eftir sumarið 2019 stóð svo:

  • Haldbært fé – kr. 650.000
  • Skammtímaskuldir – kr. 0
  • Staða því: kr. 650.000

Hagnaður ársins fyrir sumarið 2019 var því um kr. 350.000

Farið var yfir ársskýrslu stjórnar fyrir árið 2019 (Skýrslan komin á heimasíðuna). Sumar var gott og meira spilað í mótum og vinavöllum árið 2019 miðað við rigningasumarið 2018.

Sumarið 2019 tóku 84 karlar og 30 konur í mótaröðinni hjá okkur. Samtals voru 357 hringir spilaðir (karlar og konur) á mótaröðinni.

Lagt var til að halda ársgjaldi óbreyttu fyrir árið 2020, ekki bárust aðrar tillögur á aðalfundi. Ársgjald fyrir 2020 verður því kr. 6.000.

Breytingar á stjórn eru þær að Björn formaður stígur til hliðar og nýr kemur inn Oddur Óli Jónasson sem meðstjórnandi.

Ingi Heimisson hefur verið kosinn formaður.

Meðstjórnendur skv. lögum eru því: Birna Aspar, Anna María Sigurðardóttir (Gjaldkeri), Guðni Oddur Jónsson, Oddur Óli Jónasson

Anna Einarsdóttir var kosin endurskoðandi.

Aðalfundur GIG 2020 – Fundargerð