Reglur varðandi val í lið
Send eru karla og kvennalið til keppni í ASCA mótunum ár hver. ASCA eru íþótta- og menningarsamtök starfsmanna flugfélaga í Evrópu. Karlaliðið inniheldur 6 leikmenn og kvennaliðið 4 leikmenn.

Til að fyrirbyggja misskilning þá er þetta alþjóðlega mót eingöngu fyrir starfsmenn Icelandair Group en ekki maka starfsmanna.

Fyrir karlalið gildir eftirfarandi:
Fimm efstu á mótaröðinni í punktakeppni án forgjafar vinna sér sæti í liðinu. Sigurvegarinn á meistaramótinu í höggleik (Klúbbmeistarinn) tekur svo síðasta sætið. Ef klúbbmeistarinn var meðal fimm efstu á mótaröðinni þá fær sá sem annar varð í mótinu sæti í liðinu, og svo framvegis.

Fyrir kvennaliðið gildir eftirfarandi:
Þrjár efstu á mótaröðinni í punktakeppni án forgjafar vinna sér sæti í liðinu. Sigurvegarinn á meistaramótinu í höggleik (Klúbbmeistarinn) tekur svo síðasta sætið. Ef klúbbmeistarinn var meðal þriggja efstu á mótaröðinni þá fær sú sem önnur varð í mótinu sæti í liðinu, og svo framvegis.

Meistaramótið gefur sem sagt ávallt eitt sæti í liðunum.

Ef leikmenn eru jafnir á ASCA punktalistanum þá skal nota eftirfarandi ‘tie-breakers’ til að velja í liðið.
1. Punktafjöldi í 4.besta hring
2. Punktafjöldi í 5.besta hring
3. Skipuleggja skal einvígi á golfvelli milli leikmanna, þar sem keppt er í punktakeppni án forgjafar á hlutlausum velli.