Mót #4 í mótaröðinni okkar verður haldið þriðjudaginn 25.júní.
Fyrirkomulagið er shotgun og er ræst út klukkan 09:30.
MÆTING Í SÍÐASTA LAGI 9:00
Búið er að opna fyrir skráningu á golf.is
(ATH þá eru rástímarnir á golf.is aðeins til að raða í holl)
Verð er 2000 krónur
Borga skal í klúbbnum.

Enn og aftur viljum við ítreka að þetta er punktakeppni og takið upp boltann þegar punktarnir eru búnir  til að flýta leik (þetta á ekki við þá sem eru að keppa að höggleiknum, þið vitið hverjir þið eruð). Meðspilarar, látið þá vita sem kunna og vita ekki alveg hvenær punktarnir eru liðnir að pikka upp boltann.

Við eigum eftir að fá tilboð í mat eftir hring (ég læt vita þegar ég er kominn með verð og hvað er hægt að fá að borða)

Mót #4 – 2019 – Öndverðarnes