Eins og flestallir hafa tekið eftir þá er mót númer 5 í vikunni (25.júlí) og er það Loftleiðir Masters.

Það verður haldið núna á Keilisvellinum í Hafnafirði og verður ræst út klukkan 08:00. Mæting klukkan 07:00

Að öðru leyti verður mótið svipað eins og undanfarin ár og mun Loftleiðir sjá um veitingar og verðlaun.

Munum að halda uppi leikhraða og taka upp boltann þegar punktar eru búnir.

En umfram allt höfum gaman af deginum og skemmtum okkur í lok hrings saman.

Mót #5 – 2019 – Loftleiðir Master