Þá er komið að lokamóti golfmótaröðar GIG sumarið 2019.
Í ár, eins og í fyrra, verður spilað á Urriðavelli hjá Golfklúbbinum Oddi.
Eins og fyrri ár eru spilaði 2 hringir, einn á fimmtudegi og einn á föstudegi.
Svo er lokahóf um kvöldið í Sal Flugvirkjafélags Íslands Borgartún 22, 105 Reykjavík með dýrindis mat og verðlaunaafhendingu.
Verðlaun eru ekki af verri endanum eins og fyrri ár. Það verða verðlaun frá ÍSAM, Zo-ON, Nespresso, Geysi, matarkjallaranum, Sjávargrillinu og mörgum fleirum. Svo það er til mikils að vinna.

Linkur á mótið

Nánari upplýsingar:

Hringur #1
Fimmtudaginn 5.sept
Rástímar 9-12 (Opnað verður fyrir skráningu frá 9-10 ef fyllist)
Hringur #2
Föstudagurinn 6.sept
Á degi #2 verður svo ræst eftir skori (höggleik). Einnig frá 9-12.

Leikfyrirkomulag
Leikfyrirkomulagið er eins og önnur mót í mótaröðinni, nema að aðeins fyrri hringur meistaramótsins telur í mótaröð sumarsins og er það 7. mót sumarsins.
Klúbbmeistarar GIG eru sá aðilar sem spilar á lægstum höggafjölda samanlagt báða dagana.
Sú gulrót fylgir því að vera klúbbmeistari er að sigur tryggir sæti í ASCA liði klúbbsins. (ath. aðeins fyrir starfsmenn Icelandair)
Einnig verða verðlaun fyrir meistaramótið í heild sinni í formi punkta og höggleik.
Að sjálfsögðu verða veitt verðlaun fyrir lengstu drive sem og nándarverðlaun á par 3 holum (nánar um það á keppnisskilmálum sem verður dreift út á fyrri keppnisdegi)
ATH. Ef leikmaður tekur upp kúlu á holu skal skrifast X og er því ekki gjaldgengur í keppni um Klúbbmeistari GIG þar sem það er höggleikur. Þetta er gert til að koma í veg fyrir að ef einhver sem er í titilbarráttu fer einhverja holu á t.d. 12 höggum en ef einhver tekur upp og skrifar X þá fær sá aðili aðeins 10 högg. Það hefur verið dæmi um slíkt svo sleppum því í ár.

Skráning
Sú hefð er komin í Meistaramótið að karlar séu í “karlahollum” og konur í “kvennahollum”. Bara eins og í meistaramótum klúbba. Vinsamlegast virðið það. Mótanefnd færir annars til.
Hjón eru beðin um að skrá sig ekki með mökum.
Mótanefnd gefur sér rétt til að hliðra til rástímum (aðeins á degi #1) ef það þarf að þétta rástíma. Það er gert í samstarfi við Odd svo við séum ekki með mörg auð holl.
Svo vinsamlegast skoðið rástíma því þeir gætu breyst ef hliðrun á sér stað.

Verð: 9.000
Innifalið í því eru 2 keppnishringir og lokahóf (með mat og drykk) um kvöldið.
Greitt skal með millifærslu tímanlega (bankaupplýsingar)
Kvittun skal sýna á keppnisstað.

Leikhraði
Þessi umræða á alltaf rétt á sér og vinsamlegast virðið leikhraða.
En umfram allt, hafið gaman af og njótið mótsins og lokahófsins.
Ef einhverja spurningar vakna þá getið þið haft sent okkur skilaboð í gegnum heimasíðuna.

Fjölmennum svo í mótið og vonum eftir betra veðri en í fyrra 🙂

Fyrir hönd stjórnar
Ingi Heimisson
ingih@icelandair.is
821-9492

Mót #7 – Meistaramót GIG 2019 – Oddur