Þá er komið að lokamóti golfmótaröðar GIG sumarið 2018.
Í ár verður spilað á Urriðavelli hjá Golfklúbbinum Oddi.
Eins og fyrri ár eru spilaði 2 hringir, einn á fimmtudaginn og einn á föstudaginn.
Svo er lokahóf um kvöldið í Stélinu með dýrindis mat og verðlaunaafhendingu.

Linkur á mótið

Nánari upplýsingar:

Hringur #1
Fimmtudaginn 6.sept
Rástímar 9-12 (Opnað verður fyrir skráningu frá 9-10 ef fyllist)
Hringur #2
Föstudagurinn 7.sept
Á degi #2 verður svo ræst eftir skori (höggleik). Einnig frá 9-12.

Leikfyrirkomulag
Leikfyrirkomulagið er eins og önnur mót í mótaröðinni, nema að aðeins fyrri hringur meistaramótsins telur í mótaröð sumarsins og er það 7. mót sumarsins.
Klúbbmeistarar GIG eru sá aðilar sem spilar á lægstum höggafjölda samanlagt báða dagana.
Sú gulrót fylgir því að vera klúbbmeistari er að sigur tryggir sæti í ASCA liði klúbbsins. (ath. aðeins fyrir starfsmenn Icelandair)
Einnig verða verðlaun fyrir meistaramótið í heild sinni í formi punkta og höggleik.
Að sjálfsögðu verða veitt verðlaun fyrir lengstu drive sem og nándarverðlaun á par 3 holum (nánar um það á keppnisskilmálum sem verður dreift út á fyrri keppnisdegi)
ATH. Ef leikmaður tekur upp kúlu á holu skal skrifast X og er því ekki gjaldgengur í keppni um Klúbbmeistari GIG þar sem það er höggleikur. Þetta er gert til að koma í veg fyrir að ef einhver sem er í titilbarráttu fer einhverja holu á t.d. 12 höggum en ef einhver tekur upp og skrifar X þá fær sá aðili aðeins 10 högg. Það hefur verið dæmi um slíkt svo sleppum því í ár.

Skráning
Mótanefnd gefur sér rétt til að hliðra til rástímum (aðeins á degi #1) ef það þarf að þétta rástíma. Það er gert í samstarfi við Odd svo við séum ekki með mörg auð holl.
Vinsamlegast reynið að hafa rástímaskráninguna þannig að það verða karlaholl og kvennaholl.
Þetta er gert því á seinni deginum er raðað eftir árangri og kyni.
Hjón eru beðin um að reyna skrá sig ekki með mökum eftir bestu getu.

Verð: 8.000 (ATH að það stendur 9000 á golf.is en það er 8000)
Innifalið í því eru 2 keppnishringir og lokahóf um kvöldið.
Greitt skal með millifærslu tímanlega (bankaupplýsingar)
Kvittun skal sýna á keppnisstað.

Leikhraði
Eins og allir vita þá eiga golfhringir til að taka langan tíma og því um að gera að hamra aðeins á leikhraða.
Þetta er fyrst og fremst punktakeppni og vinsamlegast takið kúluna upp ef enginn möguleiki sé á punkti á þeirri holu (nema þið séuð í keppni um klúbbmeistaratitilinn)
Takið varabolta á teig ef vafi leikur á að boltinn sé illfundinn.
Verið rösk af flöt, teig og verið tilbúin að gera þegar kemur að ykkur að slá.

En umfram allt, hafið gaman af og njótið mótsins og lokahófsins.
Ef einhverja spurningar vakna þá getið þið haft sent okkur skilaboð í gegnum heimasíðuna.

Fyrir hönd stjórnar
Ingi Heimisson
ingih@its.is
821-9492

Mót #7 – Meistaramót GIG – Oddur