Mót #5 – 2019 – Loftleiðir Master

Eins og flestallir hafa tekið eftir þá er mót númer 5 í vikunni (25.júlí) og er það Loftleiðir Masters.

Það verður haldið núna á Keilisvellinum í Hafnafirði og verður ræst út klukkan 08:00. Mæting klukkan 07:00

Að öðru leyti verður mótið svipað eins og undanfarin ár og mun Loftleiðir sjá um veitingar og verðlaun.

Munum að halda uppi leikhraða og taka upp boltann þegar punktar eru búnir.

En umfram allt höfum gaman af deginum og skemmtum okkur í lok hrings saman.

Mót #4 – 2019 – Öndverðarnes

Mót #4 í mótaröðinni okkar verður haldið þriðjudaginn 25.júní.
Fyrirkomulagið er shotgun og er ræst út klukkan 09:30.
MÆTING Í SÍÐASTA LAGI 9:00
Búið er að opna fyrir skráningu á golf.is
(ATH þá eru rástímarnir á golf.is aðeins til að raða í holl)
Verð er 2000 krónur
Borga skal í klúbbnum.

Enn og aftur viljum við ítreka að þetta er punktakeppni og takið upp boltann þegar punktarnir eru búnir  til að flýta leik (þetta á ekki við þá sem eru að keppa að höggleiknum, þið vitið hverjir þið eruð). Meðspilarar, látið þá vita sem kunna og vita ekki alveg hvenær punktarnir eru liðnir að pikka upp boltann.

Við eigum eftir að fá tilboð í mat eftir hring (ég læt vita þegar ég er kominn með verð og hvað er hægt að fá að borða)

ASCA 2019

Þess má geta að um næstu helgi heldur ASCA lið Icelandair Group til Lisbon í Portúgal að keppa fyrir hönd Icelandair við önnur flugfélög (t.d. Aer Lingus, Austrian, BA, Cargolux, Emirates, Finnair,SAS og TAP). Keppt verður á Montada vellinum í um 45 mínútna fjarlægt frá Lisbon flugvellinum. Leiknir eru tveir hringir, fyrri hringurinn er keppt í betri bolta og seinni hringurinn er einstaklingskeppni. Ef þið viljið kynna ykkur skilmála og hvernig er hægt að komast í liðið þá er það undir ASCA flipanum hér að ofan.
Icelandair hefur oft gengið vel í þessari keppni og nokkrum sinnum unnið mótið. Einnig hefur Icelandair haldið mótið og var það haldið síðast í Oddi fyrir nokkrum árum síðan við góðan orðstír.
Hér er listinn af keppendum sem keppa fyrir hönd Icelandair þetta árið.

Anna María Sigurdard
Börkur Geir Þorgeirsson
Friðrik Ómarsson
Guðni Oddur Jónsson
Guðrún Fanney Júlíusdóttir
Haukur Ólafsson
Ingi Heimisson
Ingvi Geir Ómarsson
Jónas Jónasson
Margrét Óskarsdóttir
Oddur Óli Jónasson
Pétur Þór Jaidee
Sigurður Stefánsson
Sturla Ómarsson
Vignir Sigurðsson
Þóranna Andrésdóttir