Aðalfundur GIG 2020

Aðalfundur verður haldinn þriðjudaginn 28. janúar 2020 í fundarherberginu Heimaey 2 hæð í Hafnafirði klukkan 16:30.

Dagskrá skv. 9. grein laga klúbbsins:

1. Fundarstjóri og fundarritari kosnir eftir tillögu stjórnar.

2. Fundargerð síðasta aðalfundar lesin.

3. Skýrsla stjórnar um störf á liðnu starfsári.

4. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar.

5. Ákveða skal árgjald til klúbbsins til eins árs í senn.

6. Kosning stjórnar og skoðunarmanns.

7. Önnur mál

Þeir sem hafa áhuga á því að starfa fyrir klúbbinn eru endilega beðnir um að mæta.

Mót #7 – Meistaramót GIG 2019 – Oddur

Þá er komið að lokamóti golfmótaröðar GIG sumarið 2019.
Í ár, eins og í fyrra, verður spilað á Urriðavelli hjá Golfklúbbinum Oddi.
Eins og fyrri ár eru spilaði 2 hringir, einn á fimmtudegi og einn á föstudegi.
Svo er lokahóf um kvöldið í Sal Flugvirkjafélags Íslands Borgartún 22, 105 Reykjavík með dýrindis mat og verðlaunaafhendingu.
Verðlaun eru ekki af verri endanum eins og fyrri ár. Það verða verðlaun frá ÍSAM, Zo-ON, Nespresso, Geysi, matarkjallaranum, Sjávargrillinu og mörgum fleirum. Svo það er til mikils að vinna.

Linkur á mótið

Nánari upplýsingar:

Hringur #1
Fimmtudaginn 5.sept
Rástímar 9-12 (Opnað verður fyrir skráningu frá 9-10 ef fyllist)
Hringur #2
Föstudagurinn 6.sept
Á degi #2 verður svo ræst eftir skori (höggleik). Einnig frá 9-12.

Leikfyrirkomulag
Leikfyrirkomulagið er eins og önnur mót í mótaröðinni, nema að aðeins fyrri hringur meistaramótsins telur í mótaröð sumarsins og er það 7. mót sumarsins.
Klúbbmeistarar GIG eru sá aðilar sem spilar á lægstum höggafjölda samanlagt báða dagana.
Sú gulrót fylgir því að vera klúbbmeistari er að sigur tryggir sæti í ASCA liði klúbbsins. (ath. aðeins fyrir starfsmenn Icelandair)
Einnig verða verðlaun fyrir meistaramótið í heild sinni í formi punkta og höggleik.
Að sjálfsögðu verða veitt verðlaun fyrir lengstu drive sem og nándarverðlaun á par 3 holum (nánar um það á keppnisskilmálum sem verður dreift út á fyrri keppnisdegi)
ATH. Ef leikmaður tekur upp kúlu á holu skal skrifast X og er því ekki gjaldgengur í keppni um Klúbbmeistari GIG þar sem það er höggleikur. Þetta er gert til að koma í veg fyrir að ef einhver sem er í titilbarráttu fer einhverja holu á t.d. 12 höggum en ef einhver tekur upp og skrifar X þá fær sá aðili aðeins 10 högg. Það hefur verið dæmi um slíkt svo sleppum því í ár.

Skráning
Sú hefð er komin í Meistaramótið að karlar séu í “karlahollum” og konur í “kvennahollum”. Bara eins og í meistaramótum klúbba. Vinsamlegast virðið það. Mótanefnd færir annars til.
Hjón eru beðin um að skrá sig ekki með mökum.
Mótanefnd gefur sér rétt til að hliðra til rástímum (aðeins á degi #1) ef það þarf að þétta rástíma. Það er gert í samstarfi við Odd svo við séum ekki með mörg auð holl.
Svo vinsamlegast skoðið rástíma því þeir gætu breyst ef hliðrun á sér stað.

Verð: 9.000
Innifalið í því eru 2 keppnishringir og lokahóf (með mat og drykk) um kvöldið.
Greitt skal með millifærslu tímanlega (bankaupplýsingar)
Kvittun skal sýna á keppnisstað.

Leikhraði
Þessi umræða á alltaf rétt á sér og vinsamlegast virðið leikhraða.
En umfram allt, hafið gaman af og njótið mótsins og lokahófsins.
Ef einhverja spurningar vakna þá getið þið haft sent okkur skilaboð í gegnum heimasíðuna.

Fjölmennum svo í mótið og vonum eftir betra veðri en í fyrra 🙂

Fyrir hönd stjórnar
Ingi Heimisson
ingih@icelandair.is
821-9492

Mót #6 – 2019 – Borgarnes

Mót númer 6 og jafnframt næst síðasta mót sumarmótaraðar GIG verður haldin næstkomandi fimmtudag (15.ágúst)

Fyrirkomulagið er shotgun og ræst út klukkan 9:00 (Mæting klukkan 8:15)

Annað er eins og vanalega. Nánd á öllum par 3 og drive á 10.braut.

Endilega fjölmennum á völlinn því hann er í frábæru standi og veðrið lofar góðu.

Verð: 3000kr. (ath verðið á golf.is er rangt)

Linkur á mótið

Greiðslu skal afhenda starfsmanni GIG á leikdegi eða millifæra á klúbbinn (ekki borga Golfklúbbi Borgarness)

Bankaupplýsingar:

Kennitala:  580298-3039
Reikningsnúmer:  536-26-9191

 

Mót #5 – 2019 – Loftleiðir Master

Eins og flestallir hafa tekið eftir þá er mót númer 5 í vikunni (25.júlí) og er það Loftleiðir Masters.

Það verður haldið núna á Keilisvellinum í Hafnafirði og verður ræst út klukkan 08:00. Mæting klukkan 07:00

Að öðru leyti verður mótið svipað eins og undanfarin ár og mun Loftleiðir sjá um veitingar og verðlaun.

Munum að halda uppi leikhraða og taka upp boltann þegar punktar eru búnir.

En umfram allt höfum gaman af deginum og skemmtum okkur í lok hrings saman.

Mót #4 – 2019 – Öndverðarnes

Mót #4 í mótaröðinni okkar verður haldið þriðjudaginn 25.júní.
Fyrirkomulagið er shotgun og er ræst út klukkan 09:30.
MÆTING Í SÍÐASTA LAGI 9:00
Búið er að opna fyrir skráningu á golf.is
(ATH þá eru rástímarnir á golf.is aðeins til að raða í holl)
Verð er 2000 krónur
Borga skal í klúbbnum.

Enn og aftur viljum við ítreka að þetta er punktakeppni og takið upp boltann þegar punktarnir eru búnir  til að flýta leik (þetta á ekki við þá sem eru að keppa að höggleiknum, þið vitið hverjir þið eruð). Meðspilarar, látið þá vita sem kunna og vita ekki alveg hvenær punktarnir eru liðnir að pikka upp boltann.

Við eigum eftir að fá tilboð í mat eftir hring (ég læt vita þegar ég er kominn með verð og hvað er hægt að fá að borða)